

Bloggar | 18.10.2007 | 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)



Bloggar | 17.10.2007 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrátt fyrir ítrekaða leit í fréttum á öllum netmiðlum, sá ég ekkert sem vakti nógu mikið athygli mína til þess að ég fari að tjá mig um það. Það er rifist hér og slegist þar og þetta margir drepnir og limlestir úti í löndum og svo eru það vitanlega stjórnmálin........ Stundum vantar mig svo agalega litlu jákvæðu atburðina sem ég veit að eru alltaf að gerast í heiminum. Systurdóttir ( réttara að segja systurdótturdóttir
) mín er að fara að syngja inn á geisladisk... ungum hjónum í Fnjóskadal fæddust tvíburar, strákur og stelpa, heilsast vel, alveg satt, hef enga hugmynd um hvaða fólk þetta er samt... það hafa enn sem komið er, engir árekstrar orðið í morgun í Slow town, þrátt fyrir leiðinda hálku sumstaðar.... Ok, þetta þykja nú víst ekkert merkilegar fréttir, ég geri mér alveg grein fyrir því og örugglega mundu ekki seljast mörg eintök af fréttablaði þar sem ég væri ritstjóri. Yrði líklega bara að gefa vinum og ættingjum upplagið...
Stundum fer ég bara alls ekkert inn á fréttirnar hérna á netinu í morgunsárið, mig langar ekkert alltaf til að lesa um hörmungarnar sem áttu sér stað á meðan ég svaf. Að allt öðru, við fórum í Húsasmiðjuna á laugardaginn, 13 október, og þar er búið að stilla upp jólavörum handa fólki sem ætlar þá líklega að halda jólin ..... í nóvember. Með sama áframhaldi fer nú samt að verða svolítið jólalegt úti, allavega þangað til á fimmtudag, þá hlýnar aftur og verður upp í 10 stiga hiti um næstu helgi. Núna er ég búin að skrifa heilan helling um alls ekki neitt og líður vel með því..... Eigið góðan dag og akið varlega
Bloggar | 16.10.2007 | 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
......hér í nótt. Það er svakalega fallegt að sjá úti, við erum með gömlu timburljósastaurana hérna uppfrá, með gulu perunum og það kemur skemmtilega út í myrkrinu. Ég kann alveg að meta fegurðina í þessu, þó ég kunni ekkert sérstaklega vel við snjóinn sjálfan. Örugglega hefur mér fundist gaman að snjónum þegar ég var krakki, svona eins og gengur og gerist með börn, en það virðast vera margir mannsaldrar síðan. Það hefur ekkert með aðstæður að gera, ég á fullt að hlýjum fötum og gott hús og fínan jeppa, mér finnst snjór bara óþarfiAnnars er húsmóðirin í mér að stinga upp hausnum þessa dagana, ég ætla að fara að taka slátur. Bara að finna góðan dag í vikunni, þegar tengdadóttir mín, hún Andrea, getur verið með mér í því. Það ætti að vísu ekki að heita að taka "slátur" í mínu tilviki, ætti að heita að taka "lifrarpylsu". Ég bý sko ekki til úr blóðinu, það hefur samt ekkert með trú að gera, mér finnst bara blóðmör ekkert góð/ur. Spúsi minn hefur hjálpað mér í slátrum undanfarin ár, en núna er hann á kafi í Landrover-"makeover", svo ég ætla að láta hann í friði þetta árið. Það er engin kvöldvinna hjá mér þessa vikuna og þá hef ég enga gilda afsökun fyrir því að gera ekki neitt, hérna heima. Stundum furðulegur þessi prentvillupúki hérna, núna strikar hann undir með rauðu öll orðin hérna, sem enda á -ur.
Eigið góðan dag og passið ykkur á hálkunni
Bloggar | 15.10.2007 | 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 14.10.2007 | 08:49 (breytt kl. 09:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sumir skjólstæðingar mínir, sem ég lít inn til á kvöldin, eru utan kerfis... Fötlun þeirra, andleg og líkamleg, er þannig að það eru ekki til nein úrræði fyrir þá í þjóðfélaginu okkar. Það er með öðrum orðum, ekki pláss fyrir þá hérna með okkur hinum, sem teljumst heilbrigð og getum bjargað okkur sjálf að flestöllu leiti. Þeir eru á biðlista, var eina svarið sem ég fékk, þegar ég fór að grennslast fyrir um hvers vegna í ósköpunum ekki væri gert fyrir þá, það sem þarf. Ok, á biðlista hvar ? Já... það er ekki svo gott að segja.. það er verið að reyna að finna eitthvað handa þeim... Þeir sem ég tala um búa einir og fá hjálp við að þrífa og fá heimsendan mat og svo heimsóknir nokkrum sinnum á dag, fer eftir... hverju ? Líkamlegum þörfum þeirra er sæmilega sinnt, en ekki þeim andlegu, það er bara eins og einhverju sé hent í þá og svo eru þeir á biðlista eftir því, sem enginn veit hvað er eða hvar. Það er ekkert nóg fyrir þá að ég komi einu sinni til tvisvar á kvöldi og bulli einhverja vitleysu, þeir vilja ekkert að ég fari, þeir vilja að ég sé þarna alltaf, af því að raddirnar eru svo andstyggilegar og það er svo vont að vera einn...... Ég er alltaf að leita að manneskjunni sem ræður þessu, sem getur sett upp úrræði fyrir þá, sem tekur af skarið og gerir eitthvað sem skiptir máli. Það eru haldnir fundir og það eru settar á stofn nefndir og það er skeggrætt og spekúlerað, en þessum blessuðum mönnum líður alveg jafnilla samt og eru alveg jafnmikið út úr eftir sem áður.... Þetta er dapurleg færsla, en þetta er líka dapurlegt líf fyrir þessa einstaklinga og það dapurlegasta af öllu dapurlegu, finnst mér að geta ekkert gert til að hjálpa þeim....... Eigið góðan dag og ekki vera svona döpur...
Bloggar | 13.10.2007 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 12.10.2007 | 07:58 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)

Bloggar | 11.10.2007 | 07:38 (breytt kl. 08:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Bloggar | 10.10.2007 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Veðrið, mjög íslenskt, vinnan, líka íslenskt og eftirköstin eftir fimmtugsafmælið mitt, eru mér efst í huga þennan morgun. "Eftirköst" er nú kannski ekki rétt orð, en mér dettur bara ekkert annað í hug í augnablikinu.... Ég er ennþá að fá kveðjur í tilefni hálfrar aldar afmælisins og líka pakka í póstinum og fleiri á leiðinni skilst mér ! Ég fékk tvo stóra pakka frá Birnu systir og afkomendum, hún var búin að gefa út margar yfirlýsingar um "litla pakkann" sem mundi dúkka upp í póstkassanum. Þegar til átti að taka, voru pakkarnir svo stórir að það var varla hægt að ganga um forstofuna þegar pósturinn var búinn að drösla þeim þangað inn ! Bara yndislegt fólk, fólkið mitt
Lengi vel hefur kvöldvinnan mín verið mjög létt og löðurmannlegt verk, en það er að breytast þessa dagana. Búið að bæta við skjólstæðingum, sem þarf að kíkja til og hjálpa við eitt og annað, þannig að ég er núna að komast í þá skrítnu aðstöðu, að þurfa allt í einu að fara að vinna fyrir kaupinu mínu. Ég er líka búin að fá nýja yfirmanneskju, sem hefur áhuga á því sem ég er að gera, það er alveg nýtt. Það er líka skemmtileg nýbreytni að leggja Ólympíuhugsjónina til hliðar, svona annað slagið, mér finnst þetta nefnilega skemmtileg og gefandi vinna
Til að klára upptalninguna í byrjun þessarar færslu, þá er veðrið fínt, það er rigning og frekar kalt, en það er allt í lagi, gæti verið miklu verra ! Eigið góðan dag og klæðið ykkur bara vel
Bloggar | 9.10.2007 | 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar