Stundum er fattarinn í mér agalega langur. Hitti mann í gær sem sagðist hafa verið að kaupa jörð, í félagi við annan og þeir borguðu 35 kúlur fyrir hana. Ok....hvernig.... kúlur......hvað ? Mér fannst þetta alveg óskiljanlegt, en lét auðvitað ekki á neinu bera langt fram í samræðurnar, náttulega veraldarvön og svo framvegis. En af því að ég er eins og ég er og hef þar að auki ekki græna glóru um hvernig maður verðleggur gras og mold og grjót, þá varð ég að spyrja manninn fyrir rest, hvað hann væri eiginlega að meina ! Hann horfði á mig eins og ég væri einhver fornaldarmaður sem hefði allt í einu dottið inn í hans flotta líf, setti svo upp svona umburðarlyndissvip, þennan sem maður notar á börn og gamalt fólk og sagði, að hann væri að tala um milljónir króna. Nú ..já.. þá skildi ég þetta alveg, þó mér væri gersamlega fyrirmunað að skilja af hverju maðurinn sagði það ekki bara strax. Það var nú ekki eins og hann væri að reyna að leyna upphæðinni.......... Ég verð að reyna að fylgjast betur með.... Eigið góðan dag og vonandi vinnið þið margar kúlur í lottóinu, ef þið eruð þá ekki bara eins og ég og fattið ekki, að maður verður að kaupa miða.....
Bloggar | 8.10.2007 | 07:21 (breytt kl. 07:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 7.10.2007 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 5.10.2007 | 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
... ég átti samt sem áður alveg yndislegan afmælisdag. Ef öllum hamingjuaugnablikunum sem ég upplifði í gær, væri dreift fram í framtíðina, eitt á dag, þá næðu þau langt fram á næsta ár Þá er ég að tala um allar kveðjurnar, sms-in, tölvupóstana, vefkortin, bloggfærslurnar og athugasemdir, símtölin, kortin, pakkana og heimsóknirnar. Þetta var dásamlegt allt saman og ég er að hugsa um að eiga afmæli oftar á hverju ári, þetta var svo agalega gaman. Að hugsa sér og ég sem varð bara fimmtug, hvernig ætli það verði þá, þegar ég verð hundrað ára ? Það vildi nú enginn ræða það neitt í gær, af einhverjum ástæðum....
Ég fékk meðal annars útilegumann ofan af Eyjabökkum í heimsókn og afmælissönginn í beinni frá Århus í Danmörku. Frétti líka af skvísu í Keflavík sem hafði hugsað sér að mæta, mér að óvörum, en vinnan hennar kom aftan að henni á síðustu stundu, þannig að hún gat ekki komið, en ég tek viljann fyrir verkið. Svo á ég fullt af frábærum ættingjum sem fengu þær furðulegu hugmyndir að flytja til annarra landa á árum áður, greinilega alveg án þess að hugsa nokkuð út í það að við hin, sem urðum eftir á mosaþúfunni, mundum sárlega sakna þeirra og vanta rosalega mikið að hafa þau sem næst okkur, bæði á afmælisdögum sem og öllum hversdögum, en ég elska þau samt upp til hópa
Eigið góðan dag, til hamingju með öll afmælin ykkar á árinu og takk fyrir mig
Bloggar | 4.10.2007 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
....þá á ég afmæli í dag Ég er ekki ein af þessum fýlupokum sem sitja bara úti í horni og bíða eftir því að allir muni eftir afmælinu mínu og verð svo sár og reið ef einhverjum verður á að gleyma því. Miklu sniðugra að minna fólk bara á það með góðum fyrirvara
Ég er svolítið mikið í svona alls konar forvarnaraðgerðum. Ég er sem sagt fimmtug í dag og það var sem mig grunaði, mér líður ekkert öðruvísi en flesta aðra morgna, nema bara miklu betur ! Búin að fá tölvupósta og sms og bloggfærslur og kort og pakka og sólin er meira að segja að koma upp, í tilefni dagsins
Spúsi minn fór auðvitað á fætur á undan og hellti upp á kaffi handa elskunni sinni, í einhverju öðru lífi kannski.... Aldrei dytti mér í hug að kvarta yfir því að hann hefði ekki fært mér morgunmatinn í rúmið, mér finnst nefnilega sóðalegt að borða í rúminu og alger óþarfi nema þá bara á sjúkrahúsi. En hann mundi eftir að óska mér til hamingju með daginn og sagði mér hvað ég væri þreytuleg, hvort það gæti verið aldurinn, það þarf svo að kenna þessum manni sitthvað um konur.... Ég bara nenni ekki að ergja mig á því, svona er hann bara þessi elska...... Ég kem til með að eiga góðan dag í vinnunni og heima og óska ykkur öllum þess sama, í dag sem og alla aðra daga
Bloggar | 3.10.2007 | 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)

Bloggar | 2.10.2007 | 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)

Bloggar | 1.10.2007 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 30.9.2007 | 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 28.9.2007 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)



Bloggar | 27.9.2007 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar