Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, var búið að sturta malarhlassi á bílaplanið okkar. Hélt að spúsi minn væri orðinn leiður á aðgerðarleysi síðustu 3 daga, ekkert verið framkvæmt allan þann tíma hér í Fjallakofanum En það var ekki það, 4 tímum seinna kom vinnuvél, merkt Slow town, með mann innanborðs og sléttaði úr haugnum, sem kom sér mjög vel, það var erfitt fyrir fólksbíla að komast um planið. Hitaveitugaurarnir voru að laga til eftir sig og ég verða að hæla þeim, planið er orðið fínna núna, en áður en þeir grófu skurðinn um daginn. Svo voru þeir búnir að grafa skurð hérna uppfrá, við veginn og moka ofaní aftur og komu svo aftur í gærmorgun og grófu aftur upp úr og svo ofaní aftur. Hm... Skyldu þeir hafa gleymt að setja eitthvað þarna ofaní, eins og til dæmis hitaveitulögnina eða eitthvað... Mér telst svo til að það sé mánuður síðan heitavatnslögnin kom hér inn í húsið, en það er ekki búið að tengja neitt ennþá, en það verður vonandi fyrir jól ! Ég var svo bjartsýn að ég ímyndaði mér að í september yrði ég löngu byrjuð að eyðileggja á mér hárið í nýju "hitaveitusturtunni" minni. Af því að heita vatnið fer illa með hárið á mér, þarf ég að fara að leita að viðeigandi sjampói, af því að það er svo langt síðan ég bjó síðast í húsi með hitaveitu, að ég er búin að gleyma hvað var best að nota. Anda.... Það eru sko engin "smá" vandamál að hrjá mig, í aðgerðarleysinu, skal ég segja ykkur
Yngri sonur minn, sem er mjög sjálfstæður og frumlegur ungur maður, er núna einn á ferðalagi um vestfirðina í nokkra daga, gamall draumur að rætast ! "Stjúpdóttirin" keypti sér alveg gullfallegan hest og skellti honum upp í kerru í gærkvöldi og brunaði með hann austur á land til að fara á honum í göngur. Svo er allt mögulegt annað að gerast sem ég veit ekkert um og/eða man ekki í augnablikinu og kannski segi ég frá því öllu seinna... eða ekki... Eigið góðan og árangursríkan dag í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur
Bloggar | 4.9.2007 | 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)


Bloggar | 3.9.2007 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á þessu heimili var farið að sofa klukkan 4 í nótt, við vorum á balli. Spúsi minn var að spila á gítar með 9 manna harmonikkuhljómsveit í Gamla Allanum, sem er núna orðinn einhverskonar sportbar. Ballið var til 2, spilað til svolítið rúmlega 2 og þá átti eftir að taka saman öll hljóðfærin og að því loknu komu allir saman í brauðkaffi í gamalli aflagðri kirkju rétt fyrir neðan Ríkið/Vínbúðina. Megnið af spilurunum býr á Húsavík og þótti við hæfi að næra þá aðeins áður en þeir legðu af stað heim. Þetta var nú sukkið okkar þessa helgina og ekki farið á fætur fyrr en undir hádegi, eins og almennilegum sukkurum sæmir á sunnudagsmorgni. Að vísu vorum við á sitt hvorum bílnum, en ég segi ekkert frá því, vegna þess að ég er svolítið hrædd um að það gæti dregið allverulega úr sukkaraímyndinni. En, þetta var bara gaman. Í dag kemur síðasti leigjandi vetrarins í hús og þá verður loksins komin ró á og ég þarf ekki að gera neitt, það sem eftir er, fram á vor, nema hugsa um vinnurnar mínar tvær og kannski svolítið um heimilið og spúsa minn og barnabörnin og svo þarf að sinna haustverkunum í garðinum og svo fara jólin að nálgast.......... Það þarf svo sannarlega ekkert að láta sér leiðast hérna í fjallinu Ég sé hérna út um gluggann að það hefur gránað í Hlíðarfjallinu í nótt og það er kominn smá haustlitur á sumar trjáplönturnar, það er líka spáð vægu næturfrosti næstu nótt. Ég byrja að vinna á morgun eftir sumarfríið mitt fína og það er bara besta mál, ég er búin að hvíla mig nóg og farin að verða svolítið forvitin að vita hvernig skjólstæðingum/aðstoðarþegum mínum hefir reitt af í fjarveru minni. Eigið góðan og gæfuríkan sunnudag
Bloggar | 2.9.2007 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)


Bloggar | 1.9.2007 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 31.8.2007 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)


Bloggar | 30.8.2007 | 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)


Bloggar | 29.8.2007 | 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)


Bloggar | 28.8.2007 | 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 27.8.2007 | 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)



Bloggar | 26.8.2007 | 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar