Freistingarnar eru til að falla fyrir þeim...

... eða er það ekki svoleiðis... ? Halo

Nokkrum freistingum ætla ég alveg örugglega að falla fyrir á næstu dögum... til dæmis að kaupa mér páskaegg og borða það allt saman... fara á tónleika... vera með afbrigðum löt... fara í langan göngutúr eða tvo... segja nei við öllum boðum um aukavaktir... steikja rækjur í nýja djúpsteikingarpottinum mínum... og eitthvað fleira sem ég er ekki búin að finna upp á ennþá...Grin Enda páskafríið mitt bara þrír dagar... svo kannski er allt í lagi að setja bara hugmyndaflugið á ís og geyma restina af því þangað til í sumarfríinu...Tounge

Mætti kannski alveg þrífa hérna aðeins, en það er freisting sem ég fell ekkert endilega fyrir... enda alveg hægt að ganga um á sokkunum... jafnvel berfætt... ennþá... og íbúðin langt frá því að vera orðin mjög heilsuspillandi...Whistling Annars fer ég alveg að verða komin í stuð til að fara að mála aðeins... veggi... er svona að herða mig upp í það... geri ekki mikið meira en vinnaétasofa... það dugar mér alveg... enn sem komið er...Wink 

Get samt ekki sagt með réttu að ég hafi byrjað of snemma að vinna... mátti ekki seinna vera... enda  var ég, þessi (ó)þolinmóða manneskja alveg að fara á límingunum...Tounge Og þó ég sé þreytt eftir daginn þá er það ekki eins slæmt og eftir fyrstu dagana í vinnunni... þá var mér óglatt af þreytu... en það er liðin tíð og kemur ekki aftur...Grin Ég passa mig líka að vinna ekki yfir mig... það er ekkert bara letin sem fær mig til að segja nei við aukavöktunum... ég fann óvænt smá vott af skynsemi hjá sjálfri mér og datt í hug að það væri kannski alls ekkert svo galið að nota hana...Wink 

Ferlega góð inn í dagana og nýt þess að lifa lífinu lifandi... enda hef ég bara eitt líf, eftir því sem ég best veit og ætla að nota það vel... handa mér og fyrir mig og mína...SmileHeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Gleðiljósið mitt

Ragna Birgisdóttir, 6.4.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín:

Jónína Dúadóttir, 6.4.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband