Að vera í sumarfríi er góð skemmtun... :-)

... sérstaklega þegar það er ég sem er í sumarfríi !Wizard Núna er ég á fimmta degi í sex vikna sumarfríinu mínu og nýt þess gjörsamlega í botn... !Grin 

Alveg önnum kafin við að gera lítið sem ekkert... og eingöngu það sem mig sjálfa langar prívat og persónulega að gera... Smile Er til dæmis að prjóna gervi-lopapeysu* á Rafael Hrafn, yngsta barnabarnið mitt...Kissing Hann er eins árs síðan í júlí og er núna með Andreu mömmu sinni og stóru systrunum Lindu Björgu og Láru Rún í Sviss, að heimsækja móðurættina sína... og verður örugglega búinn að læra á labba... á svissnesku... þegar hann kemur heimInLove

Er ekki búin að afreka neitt á þessum 5 dögum... enda ekki meiningin, frí eru til að hvílast og ég tek þessa hvíld mjög alvarlega... gekk nefnilega mestmegnis á þrjóskunni síðustu vikurnar í vinnunni fyrir frí... en segi auðvitað engum frá því...Tounge

Það hefur vandræðalega oft fylgt sumarfríunum mínum að akkúrat þá fara sólin og góða veðrið í frí líka... stundum verið rætt um að ég taki bara sumarfrí í nóvember-desember... enginn að búast við góðu veðri þá hvort sem er...Whistling En nú er öðru nær... eiginlega of gott veður... sem sagt þá verð ég að vökva lóðina sem tekur í allt um það bil 15 mínútur á dag... en það er nú bara frekar hæpið að ég komi því inn í mína þéttu dagskrá... af hvíldum, leti-legum*, rólegum labbitúrum og öðrum álíka stressvaldandi athöfnum sem ég stunda af miklum krafti...Grin

Verslunarmannahelgin fer afskaplega rólega fram hjá mér eins og venjulega... jújú, það er margt fólk í bænum... það fer auðvitað ekkert fram hjá mér og ef allt fer vel og friðsamlega fram þá er það bara hið besta mál...Smile

Það er samt ekkert meiningin að sitja og/eða liggja allt fríið... það er bara svona rétt fyrst á meðan ég er að ná mér upp aftur...Wink Og þó ég sé ekki með neinar stórar áætlanir þá ætla ég samt að flækjast aðeins... fer að hreyfa mig svona rétt passlega áður en setu- og legusárin fara að gera vart við sig... ég hef nógan tíma...Grin

Hafið það gott yndin mín öll... hvað svo sem þið eruð að gera og hvar sem þið eruð...SmileHeartSmile

Kannski skrifa ég hérna aftur fljótlega... ef ég má þá vera að því....LoL

*gervi-lopapeysa= peysa prjónuð alveg eftir fullorðins lopapeysuuppskrift... mínus sentimetramálin... úr einhverju mjúku beibígarni....Joyful

*leti-lega= þegar ég ligg í leti og nenni hvorki að hafa augun opin eða lokuð og nenni varla að anda heldur...Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo gott að vera latur þegar maður þarf. Það er nú ekki langur göngutúr til mín, ef það er laus stund hjá þér. Er að byrja að prjóna smá aftur en vantar uppskrift af peysu sem er ekki lopi eða ullarband, ef ég færi í ull kæmi meidýraeyðirinn og aflúsaði gripinn sem mundi klóra sér og iðan út í eitt. Njóttu lífsins og sólarinnar Ninna mín.

Ásrún (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 10:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Ég er alltaf á leiðinni til þín... viðurkenni að ég er búin að vera lengi á leiðinni en á endanum hefst þetta Það er nú minnsta málið að reyna að aðstoða þig til þess að meindýraeyðirinn þurfi ekki að koma til þín... það er ekkert skemmtileg heimsókn

Við sjáumst fljótlega

Jónína Dúadóttir, 5.8.2012 kl. 11:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert alltaf jafn yndisleg Ninna mín, verst að fá ekki að knúsa þig fyrir norðan um daginn, en koma tímar koma ráð. við hittums. Hafðu það gott í fríinu yndið mitt og gerðu bara það sem þig langar til að gera.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér elsku vinkona og sömuleiðis Já mér fannst líka fúlt að ná ekki á ykkur en eins og þú segir, það gerist

Takk yndið mitt, ég hef það allt of gott eiginlega... en ég á það skilið

Jónína Dúadóttir, 7.8.2012 kl. 21:42

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

satt segir þú, þú átt skilið að hafa það gott risaknús

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2012 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband