Þetta eru góð og gild íslensk orð, en ekki endilega alltaf rétt notuð. Þessa dagana er til dæmis mikið rætt um myndband sem sýnir lögreglumann taka hart á unglingsdreng og ekki ætla ég að mæla því nokkra bót, þvert á móti
En að dæma allalögreglumenn þá eftir því, valdníðinga og ofbeldisseggi og margt verra líka, eftir aðgerðum eins manns, er náttulega langt frá því að vera nokkuð rökrétt. Innan lögreglunnar eins og í öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins, eru alltaf einhverjir sem virka ekki eins og skildi, gera púra vitleysur og fremja jafnvel glæpi. Prestar brjóta af sér, þingmenn, læknar, öskukarlar, starfsmenn heimaþjónustunnar líka, svo einhver dæmi séu tekin og á þá að alhæfa um þessar stéttir fólks, að allir innan þeirra raða séu bara óþverrar ? Þá væri ég með í þeim hópi, ég vinn í heimaþjónustu
Og þar að auki, virðast þeir sem hafa sem hæst um það að barasta allir lögreglumenn séu stórhættulegar ofbeldisbullur og þá barasta alltaf, algerlega gleyma því í hita umræðunnar að það er sannað mál að ofbeldi og alls konar aðrir glæpir og miður þokkalegar gjörðir, hafa stóraukist í okkar litla og hérna áður fyrr að mig minnir, tiltölulega friðsæla þjóðfélagi. Varla gerir það störf lögreglumanna eitthvað auðveldari eða hvað ?
Það væri aldrei hægt að borga mér nógu hátt kaup til að gerast lögreglumaður, ég mundi bara alls ekki þora að vinna við það og þó ekki væri nema vegna hræðslu, ábyggilega gera einhverjar risabommertur, sem yrðu þá líklega sýndar á netinu
Í den þótti nú frekar heimskulegt í minni fjölskyldu að hræða litlu börnin með löggunni, við vorum alin upp við að líta á lögregluna sem stétt manna sem vinnur við að hjálpa þegar eitthvað bjátar á, sem er satt og einungis þeir sem gerðust brotlegir við lögin lentu í vandræðum með hana, sem er líka satt í langflestum tilvikum. Alhæfingar eru leiðinda hugsanavillur sem ég reyni virkilega að forðast eins og ég get, sérstaklega að dæma alla eftir gjörðum einnar manneskju.... Og þar hafið þið það elskurnar mínar ! Gangið glöð inn í góðan dag og munið að hóf er best í öllu... líka alhæfingum





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 173133
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér og góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 08:12
Ég er svo sammála þér, þetta er líka mjög algengt hérna hjá mér, því miður
Erna Evudóttir, 28.5.2008 kl. 08:20
Jú auðvitað einskorðast þetta ekki bara við íslenskt samfélag
Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 08:22
Maður reynir að útskýra fyrir börnunum að segja ekki "allir" og "alltaf", eins og t.d. "allir" krakkarnir í bekknum fá "alltaf" að vera úti til kl 12 eða e-hvað svoleiðis, en það eru börn..ekki fullorðið fólk...
skil ekki fólk stundum og jafnvel fullorðið fólk
fnusss...eigðu góðan dag til baka Frú 
Jokka (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 08:34
Ég er 100% sammála - frábær færsla.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 09:09
Jokka mín: Já stundum á vel við að segja bara fnuss
Góðan dag í allan dag, alveg langt fram á kvöld elskið mitt
Gunnar minn: Átti reyndar von á því frá þér, þú ert svo innilega eðlilegur maður
Takk fyrir hrósið
Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 09:18
Gott hjá þér, og um leið gaman að þú ert farin að stjórna ferðinni í gönguferðum þínum með gula ferlíkið
Heiður Helgadóttir, 28.5.2008 kl. 12:10
Þakka þér fyrir Heidi mín og ég er hrikalega stolt af því að vera orðin húsbóndi yfir þessu gula skrímsli
Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 12:28
Vel orðað og 100% rétt hjá þér. Þetta minnir mig á það sem litli fimmára stjúpsonur minn sagði um daginn, þegar við vorum að ræða að fara til London. Hann spurði hvort hann mætti koma með en við útskýrðum að ferðin væri ,,fullorðins" .. þá sagði hann (nýkominn frá Kaupmannahöfn með pabba og stjúpu) Ég fæ ALDREI að koma með til útlanda!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 15:25
Mig langar að leiðrétta einn hlut hjá þér Jónína. Glæpum hefur fækkar á milli tveggja síðustu ára sem gerðar voru kannanir á því. Ef þú trúir mér ekki þá hvet ég þig til að lessa bæði blogg Jóns Steinars og ólafaf Skordals þar sem fjallað er ítarlega um glæpatíðni á íslandi sér í lagi af hálfu Jóns Steinars Ragnarssonar en þá báða getur þú séð yfir bloggvina mína. .
Verr og miður get ég ekki lengur verið alltaf að réttlæta verk lögreglunar með því að þurfa alltaf að segja að það séu "svartir sauðir í hverri starfstétt eða það séu fullt af lögreglum séu góðir" Á meðan vinnubrögð sem sáust á þessu myndbandi viðhafast innan lögreglunnar þá eru verk þeirra gjörsamlega óviðunandi. Ég hef sjálfur lent í lögreglunni þar sem ég hef fengið nákvæmlega svona ofbeldi af þeirra hálfu fyrir engar sakir. Félagi minn sem var handtekin var hótað að fara með út í gjótu og berja hann til lömunar á meðan hann var látin liggja í járnum á gólfi lögreglubíls. Ég sjálfur var handtekin með fjórum félögum og lögreglumennirnir sem voru með okkur í gæslu viðurkenndu eftir á að þeir ætluðu að epsa okkur upp til þess að berja okkur til óbóta og hrósuðu okkur fyrir að halda ró okkar. Ég spyr þig hvort að þér finnist það skrítið að þessir menn séu lítið annað í mínum augum en hálfvitar þegar þeir sýna mér og vinum mínum svona framkomu ? Finnst þér svona vinnubrögð fagmannleg ??? Allaveganna fanst Héraðsdómi það okki og dæmdi lögregluna seka í þessu máli
Einu sinni var ég frelsissviftur þegar ég var að spila á gítar niðri í miðbæ og mér var gefin þau rök að ég væri ekki með skemmtannaleyfi. AÐ fenginni reynslu vissi ég að það þýðir ekki að þræta við grjóthausa eins og lögregluna svo ég gengdi þeim í einu og öllu. Það breitir því ekki að mér þótti ástæða handtökunar vægt til orða tekið fáranleg því ég var ekki að gera neinum mein heldur bara að skemmta mér.
Mín tilfinning Jónína er sú að þú hafir bara ekki séð þessa menn að störfum því um leið og fólk sér það rekur það upp furðu augu. Auðvitað eru ekki allir lögreglumenn slæmir en verr og miður er fáranlegt hvernig þeir hegða sér oft á tíðum.
Brynjar Jóhannsson, 28.5.2008 kl. 15:40
Ég ætla nú bara að segja það að ég myndi ekki vilja vinna þessa vinnu sem lögreglan þarf að vinna.Vissulega er ýmislegt að koma fram,en hvar eru sögurnar af öllu því jákvæða sem lögreglumenn gera,er bara ekkert talað um það
Og eru það ekki helst þeir sem brjóta af sér sem"lenda" í löggunni
Birna Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 17:32
Jóhanna mín: Börn eru yndisleg en þau eru bara börn
Við ættum að reyna að halda sem mest í barnið í okkur en samt ekki alveg allt
Brylli minn: Ég virði þína skoðun 100% og ég get bara talað frá minni reynslu
Birna mín: Nákvæmlega, það er bara oft svo miklu meira djúsí að tala um það illa en það góða og það er líka miklu meira spennandi í augum margra
Ehh... jú ég hélt að það væru bara þeir sem brjóta af sér

Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 19:54
Ég hef ekkert nema gott af lögreglumönnum að segja. en víst eru alltaf annarslagið að koma upp leiðinda mál sem er mjög slæmt ,bæði fyrir stéttina og eins fyrir þá sem verða fyrir slæmri meðferð. Það eru nú yfirleitt slæmu tilfellin sem eru sýnd í fjölmiðlum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:08
Jamm, uss .. það eru alls staðar skemmd epli sem eitra út frá sér - skemmd epli sem skemma fyrir öðrum sem eru sannarlega góð. Það er alls ekki gott að hrópa alla út sem taugaveiklaða fávita þó í öllum þjóðfélagsstigum séu slíkir einstaklingar til.
Alhæfingar eru af hinu góða samt - ég alhæfi að alhæfingar eru álíka leiðinlegar hugsanavillur - og pokakerlingar eru skítugar kerfisvillur. Hvort tveggja villur í sjálfu sér - og báðar villurnar jafnmiklar villur - held ég.
Tiger, 28.5.2008 kl. 23:47
Högni minn: Elsku kallinn, þú ert semsagt fyrrverandi engill, með áheyrslu á fyrrverandi !
Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.