Þá er svefnherbergisgólfið okkar að verða tilbúið undir parket, bara eftir að flota aðeins yfir þann hluta sem þurfti að steypa í En fyrst ætlum samt við að mála veggina, það tekur enga stund, einkum og sér í lagi ef ég skyldi nú geta breytt tilvonandi veikindafríinu mínu í núverandi sumarfrí.... Það væri fínt, þá er vinnan ekki að trufla mig og okkur vinnst auðvitað betur ef við erum bæði að brasa í þessu. Ég er ekki ennþá búin að setja gardínur fyrir eldhúsgluggana, ekki fundið mér tíma í að sitja og sauma ennþá og ég eiginlega heyri gamlar konur fyrir mér, fussa yfir því.... Ætli hún sé ein af þessum nýtísku konum sem hafa bara alls engar gardínur...
Það á sko ekki upp á pallborðið hjá þeim, ég er búin að fá að heyra það svo oft
En sem sagt, ef ég er nú komin í sumarfrí, sem kemur í ljós í fyrramálið, þá fer þetta allt að ganga hraðar og ef við getum nú stillt okkur um að fara að laga stofugólfið, þá er kannski bara hægt að þrífa aðeins hérna líka. En ég treysti okkur nú ekki alveg til að vera hætt í bili, það er oft ekki orð að marka svoleiðis yfirlýsingar á þessum bæ
Annars er planið fyrir daginn að fara í hrein föt og kíkja á breytingarnar á Glerártorgi, lesist :ég ætla í R.L. búðina og gá hvort ég get ekki eytt peningum í hillur inn á baðið hérna eða eitthvað
Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar í gær
Óska ykkur svo öllum yndislegs sunnudags
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fór og kíkti á Glerártorgið,varð ekkert voðalega hrifin
Birna Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 10:11
Birna mín: Ekkert spennandi bara... ?
Ragna mín:
Jónína Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 10:26
Noh allt að gerast hjá ykkur
húsið verður æðislegt þegar þið loksins slakið á tíhí..
Sendi knús og klemm
Jokka (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:36
Koma dagar koma ráð og kannski eldhúsgluggatjöld saumuð. Ég er nú búin að vera að "spöggulera" í að fá mér eitthvað nýtt fyrir minn eldhúsglugga, er orðin þreytt á þeim gömlu, en það dregst og dregst. Mér finnst ekkert gaman að fara í búðir.
Eigðu góðan dag Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:50
Leitt að heyra með aðgerðina - eða aðgerðaleysið. Ótrúlegt að þú hafir ekki verið látin vita með einhverjum fyrirvara en svona er kerfið stundum - eða þannig. Mér finnst þetta til minnkunar fyrir doktorinn.
Þetta verður búið áður en þið vitið af ef þú færð fríið núna, bara muna að ganga ekki alveg frá sér við þetta - enda - hver ætti þá að njóta nýjunganna ef þið verðið lögð inn strax á eftir, sko lögð inn á klepp...
Knúserí og kramerí kastast hér með yfir í vöku þína - þar sem kveðja í svefninn skilaði sér ekki í aðgerð-a-leysið síðast...
Tiger, 23.6.2008 kl. 02:23
Gúten Morgen! .. Ég kaupi reglulega nýja tegund af tilbúnum köppum og set í eldhúsgluggana.. sauma ekkert!
..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.6.2008 kl. 05:56
Það er nú meira góðærið hjá þér! Meðan mín fjölskylda borðar brauðskorpur og drekkur vatn ert þú bara í stórræðum. Nei bara smá grín! Kveðja: HIMMI
Himmalingur, 23.6.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.