Dagur þrjú, púnktur !

Ég er sem sagt í sumarfríi, en er samt ennþá með þessa tilfinningu að ég þurfi að mæta klukkan þetta eða hitt einhversstaðar.... vinnan mín er svo mikið svoleiðis. Þessi tilfinning hverfur líklega ekki alveg ef ég þekki sjálfa mig rétt, það er samt í sjálfu sér allt í lagi að líða þannig, það er svo gaman þegar ég fatta að þetta er bara hugsanavilla... ein af mörgumTounge Setti áðan inn mynd af eyjunni í eldhúsinu, við fengum borðplötuna á hana í gær og keyptum okkur líka stóla, á meðan við vorum að bíða eftir því að restin af steypunni þornaði á svefnherbergisgólfinu. Núna heitir það að gólfið er "tilbúið undir veggmálningu" og svo kemur parketiðJoyful Það dugar ekki að slá slöku við í sumarfríinu... eða er það nokkuð ?Whistling Ég er búin að setja dagsetningu á verklok hérna : 12. júlí, 12.45Grin "Bara aþþí bara" líklega ekkert að marka samt, var spurð að því af virðulegum lögfræðingi og gat ekki með nokkru móti sleppt því að svara með álíka virðulegum hætti..... alveg þekkt fyrir það, hvað ég er virðulegHalo Eigið dásamlegan dag elskurnar, ég er að fara að mála... þegar ég er búin að fá mér aðeins meira kaffi..... og líta kannski svo sem einn blogghring... og kíkja á það helsta í fréttum... ég er í nú sumarfríiWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sumarfrí og sumarfrí.. er þetta ekki frekar afstætt í þínu tilviki :)

hafðu góðan dag í málingunni

Helga Auðunsdóttir, 25.6.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Helga mínEhh jú ég er líklega ekki alltaf að skilja þetta frí-dæmi alveg rétt, en hef mér til afsökunar að ég hef alltaf verið í vinnu í öllum sumarfríum síðan um miðja síðustu öldEn svo lengi lærir sem lifir

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Jamm Jónína, ég þekki þessa tilfinningu mæta vel, enda vissi ég ekki hvað sumarfrí var lengst af, en ég er að fatta þetta stundum :) en þetta lærist við verðum góðar á elliheimilinu

Helga Auðunsdóttir, 25.6.2008 kl. 09:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín, ég er strax farin að hlakka til

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín, það verður ógissssslega gaman hjá okkur á elliheimilinu

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eldhúsið þitt er glæsilegt,töff stólar

Birna Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 09:35

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tekur alltaf smá tíma að vinda ofan af rútínunni .. og svo finnst manni að það þurfi að nýta alla daga svo ,,fjandi" vel .. gleymir stundum að gera ekki neitt og njóta þess að rolast í leti.. og vera með fætur uppí sófa - eða þannig.

Ætla að leita að myndunum þínum! ..

p.s. takk fyrir atkvæðið .. ég er farin að telja og það er komið 1 (það er byrjunin)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 10:32

8 identicon

Verklok 12.júlí..með pomp og prakt væntanlega  lúðrasveit og kampavín  ég býst þá við boðskorti og rauðum dregli hahahaha

Þarf! að fara að hitta þig hehe...

Jokka (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ninna ei nennir að vinna
nema þá húsinu að sinna
Og aldraðir bíða
bognir af kvíða
að breytingum brátt taki að linna

En þau engu þurfa að kvíða
því þreytan úr Ninnu mun líða
Með gólf öll úr stáli,
steypu og áli
hún fljótlega fær sér að "sofa"

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 11:22

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins, vikunnar og mánaðarins.

Vei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 11:32

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Æts takk

Jóhanna mín: Kem til með að rolast aðeins inni á milli.... eins og núna

Jokka mín: Boðskortið er í prentun, sjáumst

Steini minn: Takk fyrir þetta, æðislegtÞú stefnir hraðbyr í listamannalaun

Jenný mín: Sömuleiðis takk og farðu vel með þig

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 BeachMér virðist þú vera í hörkuvinnu í sumarfríinu, verður ekki gott að fara að vinna aftur, og slappa af Ég nenni ekki að skrifa um eldhúsið mitt og Dobra, en hann er stunginn af í hvað heldur þú SUMARFRÍ 





Heiður Helgadóttir, 25.6.2008 kl. 12:39

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Fj... sumarfrí alltaf á fólki, nennir þetta ekkert að vinna

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 13:09

14 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flott vísan hans  Þorsteins, hann stefnir áræðanlega á listarmannalaun.

Hafðu það gott og farðu út og njóttu veðursins. Það varir kannski ekki lengi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:49

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Hann Steini er bara snillingurFer út núna og labba hring, eigðu gott kvöld heillin

Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 20:43

16 Smámynd: Himmalingur

Skrítið þetta með sumarfrí, maður mætir þreyttari í vinnu eftir frí en áður en maður fór í frí!!

Himmalingur, 26.6.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband