Hef lítið annað að gera...

... en að fara vel og varlega með sjálfa mig... enda eins gott, ég á bara eina mig...Kissing Vaska samt upp megnið af deginum... könnuna af matvinnsluvélinni... hið mesta þarfaþing þessa dagana... sem og uppþvottaburstinn...Wink Það eru fj... sterar í töfludótinu sem ég er að setja ofan í mig og þeir æsa svo upp matarlistina að ég geng... já eða kannski frekar sit og ligg... með hungurtilfinningu allan daginn...W00t Þá gera nú súpur afskaplega lítið gagn... en súpur skulu það vera heillin...Wink

Held ég hafi aldrei áður komið inn á læknastofu sem leit svona alls ekkert út fyrir að vera læknastofa, eins og þessi þarna um daginn... það var skrifborð með tölvu og stóll og svo skoðunarbekkur... en það var ekkert á veggjunum nema gluggar og risastórt plakat með Hestalitunum... ætti kannski að fara að athuga málið eitthvað...Tounge

Sterar gera mig hálfgalna... en það kemur samt sem betur fer aðallega fram í einbeitningarleysi... svo núna er ég komin með ótal handavinnuverkefni... er meðal annars að prjóna dúkkuföt... valdi þau viljandi svo ég mundi kannski klára einhvertímann eitthvað...Whistling 

Ég hef ekki í mörg ár getað haldið lífi í pottablómum... gat það alveg hér á árum áður... var alltaf með mikið af inniblómum og fannst það alveg nauðsynlegt... fyrir utan hvað það var gamanSmile Átti nú samt tvö svolítið stór sem fylgdu mér í nokkur ár ekki alls fyrir löngu... annað var ættað úr einhverri eyðimörk og hitt úr Himalajafjöllum held ég... svo það átti hvaða klaufi sem var að geta haldi í þeim lífinu... en mér tókst að drekkja öðru og gleymdi hinu úti yfir nótt að vori til svo það fraus...Halo Átti bara eina gerfi-samt ekki úr plasti-rós þegar ég flutti hingað... held henni sé nú alveg örugglega óhætt...Grin

Habbý mágkona mín... mikil blómakona með meiru... færði mér tvö inniblóm um daginn... "Þú skalt sko víst eiga blóm og þú drepur þau ekki" sagði hún...Tounge Ætla ekkert að segja henni það... sjensinn að ég geti þagað yfir því... en mér tókst næstum að drepa annað blómið úr þurrki um daginn... en það slapp til...Shocking Nú verð ég aftur á móti að passa mig að drekkja því ekki... held mér hafi bara dottið þúsund sinnum í hug í gær að kannski ég ætti nú að fara og vökva blómin...Grin 

Annars ferlega góð inn í þennan fína dag... og þið vonandi líka...SmileHeartWink

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þegar ég bjó við Strandgötuna átti ég þónokkra tugi blóma. Svo flutti ég og nú hef ég ekki pláss nema fyrir örlítinn hluta þess sem áður var og ég er bara smá fúl yfir því. Skil ekki af hverju, af því að síðustu tvö-þrjú árin hef ég ekki verið neitt sérlega dugleg að gæta þeirra. Þau launa mér vaneldið með því að standa keik og falleg.....nema stundum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 20.7.2013 kl. 11:13

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

já Dúa mín sterar eru andstyggilegir, ískápurinn er opin upp á gátt og farið er logandi ljósi um alla skápa að finna eitthvað ætilegt. Það er eitthvað sem ég vona að ég eigi ekki eftir að upplifa aftur að þurfa að taka inn, svo þú átt samúð mína alla :) knús og kram :)

Helga Auðunsdóttir, 20.7.2013 kl. 16:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Dóra mín: Mín tvö... sem ég fékk fyrir nokkrum vikum... lifa enn og líka örfá útiblóm sem ég er með á svölunum... vona það verði allavega út sumarið

Jónína Dúadóttir, 20.7.2013 kl. 18:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helga mín: Já þeir eru það sannarlega... prófaði 20 sinnum stærri skammt fyrir rúmu ári síðan til að gá hvort ég mundi hætta með svimann... það virkaði ekkert en dj... leið mér ömurlega þær vikurnar... ætla sem sé aldrei að fá svima aftur...

Passa mig að eiga lítið sem ekkert í ísskápnum og lánaði bílinn... svo ég ét ekki á mig gat í bili... Knús og kram til baka

Jónína Dúadóttir, 20.7.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband